Enski boltinn

Mancini: Man. United þarf að hrista upp í leikmannahópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Mancini og Sir Alex.
Robert Mancini og Sir Alex. Vísir/NordicPhotos/Getty
Roberto Mancini, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City og núverandi stjóri tyrkneska liðsins Galatasaray, telur að Manchester United þurfi að hrista upp í leikmannahópnum ætli félagið að vera áfram í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.

Mancini er á því að United hafi orðið eftir í baráttunni við Manchester City og Chelsea á leikmannamarkaðnum.

„Chelsea breytti sínu liði og náði í nýja leikmenn og City keypti fjóra eða fimm nýja leikmenn. Í fyrsta sinn í mörg ár er bara kominn tími fyrir Manchester United að hrista upp í sínum leikmannahópi,“ sagði Roberto Mancini við BBC.

Mancini hefur trú á David Moyes í knattspyrnustjórastólnum hjá Manchester United.

„Hann á góða möguleika á að koma liðinu aftur á toppinn. Hann var í tíu ár hjá Everton og vann þar mjög gott starf. Hann er góður stjóri og þarf ekki á mínum ráðum að halda,“ sagði Roberto Mancini aðspurður um David Moyes.

„Það væri erfitt fyrir alla stjóra að koma á eftir Sir Alex,“ sagði Mancini.

Vísir/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×