Enski boltinn

Negredo með höndina í fatla eftir leikinn í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alvaro Negredo.
Alvaro Negredo. Vísir/AFP
Spánverjinn Alvaro Negredo hefur raðað inn mörkum fyrir lið Manchester City á árinu 2014 og skoraði tvö mörk i 3-0 útisigri á West Ham í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

Negredo datt illa undir lok leiksins og meiddist á öxl. Hann kláraði leikinn eftir meðhöndlun en eftir leikinn náði ljósmyndari The Manchester Evening News mynd af kappanum með höndina í fatla.

Alvaro Negredo fer í læknisskoðun í dag og það er óvíst hvort að hann geti verið með í bikarleik á móti Watford á Etihad-leikvanginum á laugardaginn.

City-liðið er nýbúið að endurheimta Kun Agüero eftir meiðsli og þeir hafa einnig Bosníumanninn Edin Dzeko. Það er því enginn heimsendir fyrir liðið þótt að Negredo missi af einhverjum leikjum.

Negredo er hinsvegar sjóðheitur. Hann er þegar búinn að skora níu mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum á árinu 2014 þó að aðeins eitt þeirra hafi komið í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað átta mörk í fjórum leikjum í bikarnum og deildabikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×