Enski boltinn

Verður United mótherji City í úrslitum?

Arnar Björnsson skrifar
Manchester United fær í kvöld tækifæri til að mæta grönnum sínum í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar í fótbolta.  United tapaði fyrri undanúrslitaleiknum gegn Sunderland 2-1 en liðin mætast núna klukkan 19,45 á Old Trafford. 

Manchester City spilar til úrslita 2. mars eftir 3-0 sigur á West Ham í gærkvöldi og 9-0 samtals.  Alvaro Negredo skoraði á þriðju mínútu 22. mark sitt á leiktíðinni. 

18 ára strákur, Marcos Lopes, sem fæddur er í Brasilíu en spilar með portúgölsku unglingalandsliðunum lagði upp markið.  Hann átt einnig stóran þátt í öðru markinu þegar Sergio Aguero skoraði 22. mark sitt á leiktíðinni. 

Alvaro Negredo skoraði síðasta markið.  38 ár eru frá því að City komst síðast í úrslit keppninnar, 1976 vann City, Newcastle 2-1 í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×