Enski boltinn

Agüero kom sínum mönnum til bjargar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stórlið Manchester City lenti í miklu basli í fjórðu umferð enska bikarsins gegn Watford. Sergio Agüero skoraði þrennu á hálftíma og skaut liðinu í fimmtu umferðina.

Gestirnir frá Watford voru afar óvænt komnir í 2-0 eftir hálftímaleik. Manchester City gekk illa að finna leiðina í mark gestanna sem leika í B-deild enska boltans.

Endurkoma heimamanna hófst á 59. mínútu þegar Agüero skoraði og minnkaði muninn. Í kjölfarið hófst stórsókn City sem skoraði þrjú mörk á hálftímanum sem eftir var. Argentínumaðurinn skoraði þrennu og Aleksandar Kolorov eitt.

City verður því í pottinum þegar dregið verður í fimmtu umferðina á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×