Píratar gagnrýna fríverslunarsamninginn við Kínverja Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2014 19:21 Birgitta Jónsdóttir er einn þriggja Pírata sem sitja á Alþingi. visir/vilhelm Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fríverslunarsamnings Íslendinga við Kínverja. Þar kemur fram að Píratar séu almennt hlynntir frjálsari viðskiptum en gagnrýna hinsvegar samþykkt fríverslunarsamnings við kommúnistastjórnina í Kína. Píratar vilja helst vekja athygli á eftirfarandi í ljósi þess að samningurinn var samþykktur nánast einhliða í þingsal í dag: 1. Hætta er á því að verktakar muni fljótt finna fyrir sambærilegum áhrifum og kollegar þeirra víðsvegar um heim þar sem svona samningar hefur verið samþykktir, með undirboðum á verkefni, kröfum um að kínverskir verkamenn, vegna meintrar sérhæfni; og miklum aukainnflutningi á hráefnum til að geta undirboðið enn frekar síðar. 2. Kínversk fyrirtæki ráða yfirleitt alltaf kínverskt verkafólk. 3. Afleiðingar sem samningurinn getur haft hér heima á auðlindavernd og á verkalýðs- og kjaramál, eins og ASÍ varaði við í umsögn sinni um samninginn til utanríkismálanefndar 4. Þingmenn Pírata harma hve litla umræðu samningurinn hefur fengið í þinginu sem og í fjölmiðlum. 5. Ljóst er að með samningum er Ísland að taka þátt í að einangra Taiwan enn frekar en umbótarsinnanum og fyrrverandi forseta landsins hefur verið komið fyrir í fangelsi og lönd eins og Kosta Ríka hafa snúið baki við Taiwan vegna hagstæðra samninga og háttsettir embættismenn þar í landi hafa viðurkennt að geta ekki lengur tjáð sig um mannréttindabrot Kína eins og hið friðsæla ríki gerði oft og tíðum áður en samningurinn var lögfestur. 6. Kína er með stærra sendiráð en öll önnur sendiráð til samans hérlendis. 7. LÍÚ þrýstu hve mest á að þessi samningur yrði samþykktur. Þingmenn Pírata vilja einnig vekja athygli á því, að þegar landsmenn fara að finna fyrir neikvæðum afleiðingum samningsins, þá verður aðild að ESB mögulega eina ráðið til að losna undan honum. Mögulega hefur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagt hér gildru fyrir andstæðinga ESB. Tíminn mun leiða það í ljós. Í ljósi viljayfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um að nota samninginn til að þrýsta á bætt mannréttindi í Kína vilja þingmenn Pírata skora á ríkisstjórn Íslands að mótmæla nú þegar, með formlegum hætti, dómi yfir Xu Zhiyong, lagaprófessor við Pekingháskóla, líkt og Kanadamenn og Bandaríkjamenn hafa gert. Þá hvetja Píratar þingheim allan til að sameinast um og styðja tvö þingmál sem nýverið voru lögð fram á Alþingi. Annars vegar Þingsályktunartillögu um að beðist verði afsökunar á aðgerðum íslenskra stjórnvalda við þá iðkendur Falun Gong sem var meinuð landganga og meinað að nýta tjáningarfrelsi sitt á Íslandi í júní 2002 í tengslum við opinbera heimsókn Jiang Zemin, þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína; og hins vegar ályktun um fordæmingu Alþingis á mannréttindabrotum Kína gagnvart Tíbetsku þjóðinni. Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fríverslunarsamnings Íslendinga við Kínverja. Þar kemur fram að Píratar séu almennt hlynntir frjálsari viðskiptum en gagnrýna hinsvegar samþykkt fríverslunarsamnings við kommúnistastjórnina í Kína. Píratar vilja helst vekja athygli á eftirfarandi í ljósi þess að samningurinn var samþykktur nánast einhliða í þingsal í dag: 1. Hætta er á því að verktakar muni fljótt finna fyrir sambærilegum áhrifum og kollegar þeirra víðsvegar um heim þar sem svona samningar hefur verið samþykktir, með undirboðum á verkefni, kröfum um að kínverskir verkamenn, vegna meintrar sérhæfni; og miklum aukainnflutningi á hráefnum til að geta undirboðið enn frekar síðar. 2. Kínversk fyrirtæki ráða yfirleitt alltaf kínverskt verkafólk. 3. Afleiðingar sem samningurinn getur haft hér heima á auðlindavernd og á verkalýðs- og kjaramál, eins og ASÍ varaði við í umsögn sinni um samninginn til utanríkismálanefndar 4. Þingmenn Pírata harma hve litla umræðu samningurinn hefur fengið í þinginu sem og í fjölmiðlum. 5. Ljóst er að með samningum er Ísland að taka þátt í að einangra Taiwan enn frekar en umbótarsinnanum og fyrrverandi forseta landsins hefur verið komið fyrir í fangelsi og lönd eins og Kosta Ríka hafa snúið baki við Taiwan vegna hagstæðra samninga og háttsettir embættismenn þar í landi hafa viðurkennt að geta ekki lengur tjáð sig um mannréttindabrot Kína eins og hið friðsæla ríki gerði oft og tíðum áður en samningurinn var lögfestur. 6. Kína er með stærra sendiráð en öll önnur sendiráð til samans hérlendis. 7. LÍÚ þrýstu hve mest á að þessi samningur yrði samþykktur. Þingmenn Pírata vilja einnig vekja athygli á því, að þegar landsmenn fara að finna fyrir neikvæðum afleiðingum samningsins, þá verður aðild að ESB mögulega eina ráðið til að losna undan honum. Mögulega hefur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagt hér gildru fyrir andstæðinga ESB. Tíminn mun leiða það í ljós. Í ljósi viljayfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um að nota samninginn til að þrýsta á bætt mannréttindi í Kína vilja þingmenn Pírata skora á ríkisstjórn Íslands að mótmæla nú þegar, með formlegum hætti, dómi yfir Xu Zhiyong, lagaprófessor við Pekingháskóla, líkt og Kanadamenn og Bandaríkjamenn hafa gert. Þá hvetja Píratar þingheim allan til að sameinast um og styðja tvö þingmál sem nýverið voru lögð fram á Alþingi. Annars vegar Þingsályktunartillögu um að beðist verði afsökunar á aðgerðum íslenskra stjórnvalda við þá iðkendur Falun Gong sem var meinuð landganga og meinað að nýta tjáningarfrelsi sitt á Íslandi í júní 2002 í tengslum við opinbera heimsókn Jiang Zemin, þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína; og hins vegar ályktun um fordæmingu Alþingis á mannréttindabrotum Kína gagnvart Tíbetsku þjóðinni.
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira