Píratar gagnrýna fríverslunarsamninginn við Kínverja Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2014 19:21 Birgitta Jónsdóttir er einn þriggja Pírata sem sitja á Alþingi. visir/vilhelm Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fríverslunarsamnings Íslendinga við Kínverja. Þar kemur fram að Píratar séu almennt hlynntir frjálsari viðskiptum en gagnrýna hinsvegar samþykkt fríverslunarsamnings við kommúnistastjórnina í Kína. Píratar vilja helst vekja athygli á eftirfarandi í ljósi þess að samningurinn var samþykktur nánast einhliða í þingsal í dag: 1. Hætta er á því að verktakar muni fljótt finna fyrir sambærilegum áhrifum og kollegar þeirra víðsvegar um heim þar sem svona samningar hefur verið samþykktir, með undirboðum á verkefni, kröfum um að kínverskir verkamenn, vegna meintrar sérhæfni; og miklum aukainnflutningi á hráefnum til að geta undirboðið enn frekar síðar. 2. Kínversk fyrirtæki ráða yfirleitt alltaf kínverskt verkafólk. 3. Afleiðingar sem samningurinn getur haft hér heima á auðlindavernd og á verkalýðs- og kjaramál, eins og ASÍ varaði við í umsögn sinni um samninginn til utanríkismálanefndar 4. Þingmenn Pírata harma hve litla umræðu samningurinn hefur fengið í þinginu sem og í fjölmiðlum. 5. Ljóst er að með samningum er Ísland að taka þátt í að einangra Taiwan enn frekar en umbótarsinnanum og fyrrverandi forseta landsins hefur verið komið fyrir í fangelsi og lönd eins og Kosta Ríka hafa snúið baki við Taiwan vegna hagstæðra samninga og háttsettir embættismenn þar í landi hafa viðurkennt að geta ekki lengur tjáð sig um mannréttindabrot Kína eins og hið friðsæla ríki gerði oft og tíðum áður en samningurinn var lögfestur. 6. Kína er með stærra sendiráð en öll önnur sendiráð til samans hérlendis. 7. LÍÚ þrýstu hve mest á að þessi samningur yrði samþykktur. Þingmenn Pírata vilja einnig vekja athygli á því, að þegar landsmenn fara að finna fyrir neikvæðum afleiðingum samningsins, þá verður aðild að ESB mögulega eina ráðið til að losna undan honum. Mögulega hefur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagt hér gildru fyrir andstæðinga ESB. Tíminn mun leiða það í ljós. Í ljósi viljayfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um að nota samninginn til að þrýsta á bætt mannréttindi í Kína vilja þingmenn Pírata skora á ríkisstjórn Íslands að mótmæla nú þegar, með formlegum hætti, dómi yfir Xu Zhiyong, lagaprófessor við Pekingháskóla, líkt og Kanadamenn og Bandaríkjamenn hafa gert. Þá hvetja Píratar þingheim allan til að sameinast um og styðja tvö þingmál sem nýverið voru lögð fram á Alþingi. Annars vegar Þingsályktunartillögu um að beðist verði afsökunar á aðgerðum íslenskra stjórnvalda við þá iðkendur Falun Gong sem var meinuð landganga og meinað að nýta tjáningarfrelsi sitt á Íslandi í júní 2002 í tengslum við opinbera heimsókn Jiang Zemin, þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína; og hins vegar ályktun um fordæmingu Alþingis á mannréttindabrotum Kína gagnvart Tíbetsku þjóðinni. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fríverslunarsamnings Íslendinga við Kínverja. Þar kemur fram að Píratar séu almennt hlynntir frjálsari viðskiptum en gagnrýna hinsvegar samþykkt fríverslunarsamnings við kommúnistastjórnina í Kína. Píratar vilja helst vekja athygli á eftirfarandi í ljósi þess að samningurinn var samþykktur nánast einhliða í þingsal í dag: 1. Hætta er á því að verktakar muni fljótt finna fyrir sambærilegum áhrifum og kollegar þeirra víðsvegar um heim þar sem svona samningar hefur verið samþykktir, með undirboðum á verkefni, kröfum um að kínverskir verkamenn, vegna meintrar sérhæfni; og miklum aukainnflutningi á hráefnum til að geta undirboðið enn frekar síðar. 2. Kínversk fyrirtæki ráða yfirleitt alltaf kínverskt verkafólk. 3. Afleiðingar sem samningurinn getur haft hér heima á auðlindavernd og á verkalýðs- og kjaramál, eins og ASÍ varaði við í umsögn sinni um samninginn til utanríkismálanefndar 4. Þingmenn Pírata harma hve litla umræðu samningurinn hefur fengið í þinginu sem og í fjölmiðlum. 5. Ljóst er að með samningum er Ísland að taka þátt í að einangra Taiwan enn frekar en umbótarsinnanum og fyrrverandi forseta landsins hefur verið komið fyrir í fangelsi og lönd eins og Kosta Ríka hafa snúið baki við Taiwan vegna hagstæðra samninga og háttsettir embættismenn þar í landi hafa viðurkennt að geta ekki lengur tjáð sig um mannréttindabrot Kína eins og hið friðsæla ríki gerði oft og tíðum áður en samningurinn var lögfestur. 6. Kína er með stærra sendiráð en öll önnur sendiráð til samans hérlendis. 7. LÍÚ þrýstu hve mest á að þessi samningur yrði samþykktur. Þingmenn Pírata vilja einnig vekja athygli á því, að þegar landsmenn fara að finna fyrir neikvæðum afleiðingum samningsins, þá verður aðild að ESB mögulega eina ráðið til að losna undan honum. Mögulega hefur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagt hér gildru fyrir andstæðinga ESB. Tíminn mun leiða það í ljós. Í ljósi viljayfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um að nota samninginn til að þrýsta á bætt mannréttindi í Kína vilja þingmenn Pírata skora á ríkisstjórn Íslands að mótmæla nú þegar, með formlegum hætti, dómi yfir Xu Zhiyong, lagaprófessor við Pekingháskóla, líkt og Kanadamenn og Bandaríkjamenn hafa gert. Þá hvetja Píratar þingheim allan til að sameinast um og styðja tvö þingmál sem nýverið voru lögð fram á Alþingi. Annars vegar Þingsályktunartillögu um að beðist verði afsökunar á aðgerðum íslenskra stjórnvalda við þá iðkendur Falun Gong sem var meinuð landganga og meinað að nýta tjáningarfrelsi sitt á Íslandi í júní 2002 í tengslum við opinbera heimsókn Jiang Zemin, þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína; og hins vegar ályktun um fordæmingu Alþingis á mannréttindabrotum Kína gagnvart Tíbetsku þjóðinni.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira