Enski boltinn

Van Persie byrjaður að æfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robin van Persie á æfingu United í gær.
Robin van Persie á æfingu United í gær. Nordic Photos / Getty
Robin Van Persie sneri aftur til æfinga hjá Manchester United í dag eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í læri undanfarinn mánuð.

Van Persie hefur misst af síðustu átta leikjum United og er ekki talið líklegt að hann verði í hópnum fyrir leik liðsins gegn Swansea á morgun. Það eru þó vonir bundnar við að hann verði orðinn klár fyrir leikinn gegn Chelsea eftir rúma viku.

Wayne Rooney hefur einnig misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla og því væri endurkoma Van Persie kærkomin fyrir stjórann David Moyes.

Rooney gæti spilað á morgun en þegar er ljóst að þeir Rio Ferdinand, Marouane Fellaini og Nani missa af leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×