Enski boltinn

Ummæli Moyes kærð til aganefndar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty
David Moyes, stjóri Manchester United, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik Manchester United gegn Sunderland í vikunni.

Moyes var óanægður með frammistöðu dómaranna í leiknum sem Sunderland vann, 2-1, en þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

„Við erum allir að hlæja að dómurunum núna. Það lítur út fyrir að við séum að spila gegn dómurunum og andstæðingunum þessa dagana,“ sagði Moyes meðal annars eftir leikinn.

Moyes hefur frest til miðvikudags til að svara kærunni en verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér sekt og möglega leikbann þar að auki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×