Enski boltinn

Pellegrini hefur enn áhyggjur af Man Utd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City.
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City. Mynd/AFP
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, er ekki tilbúinn að afskrifa Englandsmeistara Manchester United í baráttunni um sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í ár.

Manchester City hefur tíu stiga forskot á nágranna sinna eftir 20 umferðir en City-liðið er í 2. sæti deildarinnar einu stig á eftir toppliði Arsenal. Flestir er á því að Manchester United sé búið að missa af lestinni en ekki spænski stjórinn.

„Helstu keppinautar okkar um titilinn eru vissulega liðin í kringum okkur, Arsenal sem er með eins stigs forskot á okkur og svo Chelsea sem er einu stigi á eftir okkur," sagði Manuel Pellegrini við BBC.

„Ég er samt alveg öruggur á því að Manchester United mun ekki gefast upp og liðið heldur áfram allt til loka mótsins. Þeir eru vanir því og það er ekki hægt að afskrifa þá. Lið eins og Liverpool og Everton verða líka með í baráttunni um titilinn," sagði Pellegrini.

Manchester City hefur unnið átta af síðustu níu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og þessi eini sigurlausi leikur kom í jafntefli í útileik á móti Southampton.

Það eru margir á því að City sé sigurstranglegasta liðið í ár enda eru City-menn illviðráðanlegir á góðum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×