Enski boltinn

Þrenna Johnson lyfti Sunderland af botninum | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sunderland hrökk heldur betur í gang í ensku úrvalsdeildinni með frábærum 4-1 útisigri á Fulham. Adam Johnson skoraði þrennu fyrir Sunderland sem komst úr botnsæti deildarinnar með sigrinum.

Johnson kom Sunderland yfir í fyrri hálfleik og Ki Sung-Yueng tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Steve Sidwell minnkaði muninn fyrir heimamenn en Johnson bætti við tveimur mörkum eftir það.

Everton komst upp í fjórða sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Norwich. Gareth Barry skoraði fyrra mark Everton og þar með sitt 50. mark í ensku úrvalsdeildinni. Kevin Mirallas innsiglaði svo öruggan sigur með marki beint úr aukaspyrnu.

Leikmenn Everton fagna í dag.Nordic Photos / Getty


Southampton
vann West Brom, 1-0, með marki Adam Lallana á 66. mínútu. Þetta var aðeins annar sigur Southampton í síðustu tíu deildarleikjum liðsins.

Þá vann Tottenhamöruggan sigur á Crystal Palace, 2-0, sem situr í neðstu sæti deildarinnar eftir leiki dagsins. West Ham gerði góða ferð til Wales og vann Cardiff City, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×