Enski boltinn

Hazard og Torres skutu Chelsea á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hazard fagnar marki sínu í dag.
Hazard fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty
Chelsea tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Hull í fyrsta leik helgarinnar. Eden Hazard og Fernando Torres skoruðu mörkin í síðari hálfleik.

Chelsea komst með sigrinum upp fyrir Arsenal, sem spilar á mánudagskvöldið, og Manchester City en liðið mætir Newcastle á morgun.

Fyrra mark leiksins var glæsilegt en Hazard fékk þá boltann rétt utan teigs og skoraði með föstu skoti eftir að hafa farið illa með varnarmenn Hull.

Torres innsiglaði svo sigurinn undir lok leiksins þegar hann komst fram hjá varnarmanni og afgreiddi knöttinn örugglega í nærhornið.

Hull er í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×