Enski boltinn

Þriðji sigur Tottenham í röð

Jermain Defoe fagnar í dag.
Jermain Defoe fagnar í dag. Nordic Photos / Getty
Tottenham lenti ekki í teljandi vandræðum með nýliða Crystal Palace í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gestirnir fengu reyndar vítaspyrnu snemma í leiknum sem Jason Puncheon fór illa með. Hann þrumaði boltanum hátt upp í stúku úr vítinu sem var dæmt eftir að Moussa Dembele braut á Marouane Chamakh.

Staðan var því markalaus í hálfleik en snemma í þeim síðari kom Daninn Christian Eriksen Tottenham yfir með góðu skoti. Varamaðurinn Jermain Defoe, sem samdi við Toronto FC í vikunni, innsiglaði svo sigurinn á 72. mínútu.

Tottenham er komið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er með 40 stig, sex stigum á eftir toppliði Chelsea. Crystal Palace féll með tapinu í neðsta sæti deildarinnar en liðið er með sautján stig, rétt eins og Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×