Enski boltinn

City marði Newcastle

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Dzeko skorar
Dzeko skorar Nordic Photos/Getty
Manchester City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á Newcastle á útivelli í dag. Dzeko skoraði eina mark leiksins á 8. mínútu. Að því er virtist löglegt mark var dæmt af Newcastle í fyrri hálfleik.

Dzeko skoraði úr fyrsta færi City í leiknum og virtust gestirnir ætla að keyra yfir Newcastle í kjölfarið en náðu ekki að nýta færin og heimamenn komust meira og meira inn í leikinn er leið á fyrri hálfleik.

Cheick Tiote skoraði glæsilegt mark á 34. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Ákaflega strangur dómur ef ekki beinlínis rangur.

Newcastle reyndi allt hvað liðið gat til að jafna leikinn en náði ekki að nýta önnur færi sem liðið fékk og það var svo Negredo sem gerði út um leikinn með öðru marki City á fimmtu mínútu uppbótartíma.

City er á toppnum með 47 stig en Arsenal getur komist á toppinn á ný á morgun þegar liðið sækir Aston Villa heim. Newcastle er í 8. sæti með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×