Enski boltinn

Fyrsti úrvalsdeildarsigur Liverpool á Britannia

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Suarez var ekkert sérstaklega ósáttur við mark sitt.
Suarez var ekkert sérstaklega ósáttur við mark sitt. Nordic Photos/Getty
Liverpool lagði Stoke 5-3 á Britannia leikvanginum í Stoke í dag. Fyrsti sigur Liverpool gegn Stoke á útivelli í úrvalsdeildinni því staðreynd eftir mikla eyðurmerkurgöngu.

Liverpool fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Ryan Shawcross varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á fimmtu mínútu leiksins.

Luis Suarez kom Liverpool á 2-0 á 32. mínútu og þá héldu margir að eftirleikurinn yrði auðveldur og verður að telja að leikmenn Liverpool hafi verið í þeim hópi því þeir hættu fram að hálfleik.

Það nýtti Stoke sér og mörk frá fyrrum leikmönnum Liverpool, Peter Crouch á 39. mínútu og Charlie Adam á síðustu mínútu fyrri hálfleiks jöfnuðu leikinn.

Liverpool hafði tapað þremur úrvalsdeildarleikjum í röð á Britannia og hinir tveir höfðu farið jafntefli en liðið lét söguna og áfallið að missa niður tveggja marka forystu á sex mínútum ekki slá sig út af laginu.

Steven Gerrard skoraði úr vítaspyrnu á 51. mínútu og 20 mínútum síðar skoraði Suarez annað mark sitt eftir góðan undirbúning Daniel Sturridge og Liverpool aftur komið með tveggja marka forystu.

Jonathan Walters minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og þó það hafi farið um stuðningsmenn Liverpool voru framherjar liðsins ákveðnir í að tryggja stigin þrjú og það gerði Sturridge þegar hann skoraði tveimur mínútum eftir að Walter minnkaði muninn.

Liverpool er því aftur komið í fjórða sæti deildarinnar með 42 stig, fimm stigum frá toppnum. Stoke er í 12. sæti með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×