Enski boltinn

Jelavic á leið til Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jelavic skoraði tvívegis gegn QPR í bikarnum.
Jelavic skoraði tvívegis gegn QPR í bikarnum. Nordic Photos / Getty
Everton og Hull hafa komist að samkomulagi um kaup síðarnefnda félagsins á Króatanum Nikica Jelavic.

Félögin staðfestu þetta bæði í gær en leikmaðurinn sjálfur á þó eftir að semja um kaup og kjör.

Talið er að kaupverðið séu rúmar fimm milljónir punda en Jelavic hefur lítið fengið að spila undir stjórn Roberto Martinez hjá Everton. Hann hefur enn ekki opnað markareikninginn sinn í deildinni þetta tímabilið.

Jelavic kom til Everton frá Rangers fyrir tveimur árum síðan fyrir fimm milljónir punda og skoraði ellefu mörk á sínu fyrsta tímabili í Englandi.

Hann gaf svo eftir á síðasta tímabili og hefur lítið spilað eftir komu Romelu Lukaku til Everton en hann er lánsmaður frá Chelsea.

Jelavic skoraði tvívegis í sigri Everton á QPR í síðustu viku en það eru líklega hans síðustu mörk fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×