Enski boltinn

Fletcher: Leikmenn styðja Moyes

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darren Fletcher ræðir við blaðamenn.
Darren Fletcher ræðir við blaðamenn. Nordic Photos/Getty
Darren Fletcher segir ekkert hæft í þeim fregnum að David Moyes, stjóri Manchester United, sé búinn að „tapa klefanum“ eins og stundum er sagt.

Manchester United hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum á nýju ári og fjölmiðlar ytra duglegir að fjalla um að það sé pressa á Moyes.

„Ég hef ekki orðið var við það, í sannleika sagt,“ sagði Fletcher í samtali við enska fjölmiðla. „Ég veit hins vegar að við erum með hóp leikmanna sem eru að reyna að taka á móti nýjum hugmyndum. Leikmenn styðja nýja stjórann.“

„Já, þetta er aðeins öðruvísi en þetta var en þannig er það alltaf þegar nýr maður tekur við. Þeir vilja koma sínum áherslum að.“

„Stjórinn er með sínar hugmyndir og það er svo okkar leikmannanna að framkvæma þær á vellinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×