Enski boltinn

Gylfi Þór klár í næsta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty
Ákveðið var að gefa Gylfa Þór Sigurðssyni frí frá leik Tottenham gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta staðfesti Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, í samtali við Vísi í dag.

Gylfi Þór hefur verið að glíma við meiðsli í fæti síðan fyrir áramót og misst af síðustu leikjum Tottenham vegna þessa.

Hann var með af fullum krafti á æfingu liðsins í gær í fyrsta sinn eftir meiðslin og gekk vel. Tim Sherwood, stjóri Tottenham, ákvað að gefa Gylfa og öðrum leikmönnum sem eru að koma til baka eftir meiðsli frí í leiknum í dag.

Gylfi og fleiri leikmenn Tottenham sem ekki spila í dag æfðu aukalega í morgun og ættu að öllu óbreyttu að vera klárir í slaginn fyrir næsta leik liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×