Enski boltinn

McGeady kominn aftur til Bretlands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
McGeady klappar fyrir stuðningsmönnum Everton í dag.
McGeady klappar fyrir stuðningsmönnum Everton í dag. Nordic Photos / Getty
Everton tilkynnti í dag að félagið hefði keypt írska landsliðsmanninn Aiden McGeady frá Spartak Moskvu í Rússlandi.

McGeady var áður á mála hjá Celtic í Skotlandi en þessi 27 ára kantmaður gerði fjögurra og hálfs árs samning við Everton.

Hann var kynntur formlega til sögunnar á Goodison Park í dag, fyrir leik Everton gegn Norwich.

Samningur McGeady við Spartak átti að renna út í sumar en Roberto Martinez, stjóri Everton, gat ekki beðið svo lengi og vildi fá Írann sterka til liðs við félagið nú strax í janúar.

McGeady skoraði þrettán mörk í 93 leikjum í Rússlandi en spilaði ekkert með Spartak eftir að honum sinnaðist við stjórann Valery Karpin í nóvember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×