Enski boltinn

Mikilvæg stiga hjá Kára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári í leik með Rotherham.
Kári í leik með Rotherham. Nordic Photos / Getty
Rotherham vann mikilvægan 4-2 sigur á Crewe í ensku C-deildinni í dag en liðið er í hópi þeirra lið sem eru í baráttu um sæti í B-deildinni.

Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Rotherham sem lenti 2-1 undir snemma í síðari hálfleik.

Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Wolves sem vann Preston, 2-0. Björn Bergmann hefur lítið sem ekkert fengið að spila með Úlfunum að undanförnu og gæti verið á förum frá félaginu.

Wolves er í þriðja sæti deildarinnar með 52 stig, þremur stigum á eftir toppliði Brentford. Rotherham er í fimmta sætinu með 41 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×