Enski boltinn

Annar Norðmaður til Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar
Mats Möller Dæhli.
Mats Möller Dæhli. Nordic Photos / Getty
Cardiff hefur gengið frá kaupum á Mats Möller Dæhli frá norska liðinu Molde, eins og búast mátti við.

Dæhli lék undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Molde sem tók nýverið við stjórn velska liðsins. Fyrr í vikunni festi félagið kaup á Magnus Wolff Eikrem frá Heerenveen í Hollandi, öðrum Norðmanni og fyrrum skjólstæðingi Solskjær hjá Molde.

Dæhli og Eikrem léku báðir með unglingaliði Manchester United á sínum tíma en fóru svo til Molde þar sem þeir léku undir stjórn Solskjær.

Þeir hafa þó aldrei afrekað að vera samherjar fyrr en nú en Dæhli er átján ára og fimm árum yngri en Eikrem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×