Enski boltinn

Nasri mögulega frá í 9 mánuði

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það var ásetningur í broti Mapou Yanga-Mbiwa.
Það var ásetningur í broti Mapou Yanga-Mbiwa. mynd:nordicphotos/getty
Samir Nasri var borinn af leikvelli þegar Manchester City lagði Newcastle 1-0 í dag. Fregnir frá Manchester herma að hann sé með slitið krossband og verði frá keppni næstu 9 mánuðina.

Mapou Yanga-Mbiwa sparkaði Nasri gróflega niður í seinni hálfleik og fékk aðeins gula spjaldið fyrir.

Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri City segir að Nasri fari í skoðun á morgun en meiðslin líti ekki vel út.

Sé krossbandið í raun slitið þá leikur Nasri ekki meira á þessu tímabili auk þess að missa af Heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×