Enski boltinn

Chelsea með tilboð í Matic

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nemanja Matic í leik með Benfica.
Nemanja Matic í leik með Benfica. nordicphotos/getty images
Samkvæmt heimildum Sky Sports mun enska knattspyrnuliðið hafa boðið 20 milljónir punda í Nemanja Matic, leikmann Benfica.

Miðjumaðurinn var á mála hjá Chelsea frá 2009 til 2011 þegar hann fór til Benfica en hann fór frá félaginu er  David Luiz gekk í raðir Chelsea.

Þessi 25 ára Serbi leikmaður á að baki níu landsleiki fyrir þjóð sína og verið hreint frábær í liði Benfica undanfarin ár.

Matic var valinn leikmaður ársins í portúgölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×