Enski boltinn

Newcastle hafnaði tilboði í Cissé

Stefán Árni Pálsson skrifar
Papiss Cissé í leik með Newcastle.
Papiss Cissé í leik með Newcastle. nordicphotos/getty
Forráðamenn Newcastle United hafa hafnað 9 milljóna punda tilboði í framherjann Papiss Cissé.

Mike Ashley, eigandi liðsins, hafnaði strax tilboðinu en samkvæmt enskum miðlum mun leikmaðurinn vilja komast frá Newcastle á mánuðnum.

Cissé gekk í raðir Newcastle frá Freiburg í Þýskalandi árið 2012 fyrir tveimur árum, en eftir frábært fyrsta tímabil fyrir félagið þá hefur framherjinn ekki náð að fylgja því eftir síðustu tvö tímabil.

Samkvæmt The Newcastle Chronicle kom tilboðið frá ónefndu liði í Katar en Cissé hefur ekki náð sér á strik í vetur og aðeins skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×