Enski boltinn

Gutierrez á leiðinni í Norwich

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jonas Gutierrez klæðist bráðum annarri treyju.
Jonas Gutierrez klæðist bráðum annarri treyju. nordicphotos/Getty
Samkvæmt Sky Sports mun Jonas Gutierrez, leikmaður Newcastle, ganga til liðs við Norwich á næstu dögum.

Gutierrez hefur nú þegar kvatt stuðningsmenn Newcastle á samskiptamiðlinum Twitter en hann hefur verið á mála hjá liðinu síðan árið 2008.

Þessi 30 ára miðjumaður hefur aftur á móti aðeins komið við sögu í tveimur leikjum á tímabilinu hjá félaginu.

Chris Hughton, núverandi stjóri Norwich, fékk Gutierrez til liðsins þegar hann var hjá Newcastle á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×