Enski boltinn

Wilshere: Þetta eru þrjú risa stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere fagnar marki sínu í kvöld.
Jack Wilshere fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty
Jack Wilshere skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-1 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á Villa Park í kvöld en með sigrinum komst Arsenal aftur á toppinn.

„Þetta eru þrjú risa stig fyrir okkur ekki síst þar sem að við gáfum aðeins eftir í seinni hálfleiknum. Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir hjá okkur á tímabilinu en við unnum vel út úr því í kvöld," sagði Jack Wilshere við BBC.

„Hér áður fyrr létum við taugarnar trufla okkur í svona kringumstæðum en það hefur ekki verið vandamál á þessu tímabili. Per Mertesacker og Laurent Koscielny hafa verið frábærir á þessari leiktíð," sagði Wilshere.

„Við vissum að við kæmust aftur á toppinn með sigri en við verðum bara að halda áfram að taka einn leik fyrir í einu" sagði Wilshere.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×