Enski boltinn

Messudrengirnir í leðurhönskum til heiðurs Vincent Tan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það var slegið á létta strengi í Messunni í gærkvöld en þá var farið yfir helstu atvik helgarinnar í enska boltanum.

Þeir félagarnir ræddu þar á meðal um Vincent Tan, eiganda Cardiff City, og hvernig hann hefur haft áhrif á félagið.

Tan er heldur skrautlegur karaker og er ávallt vel girtur í Cardiff-treyjunni með svarta leðurhanska.

Þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Bjarni Guðjónsson klæddust því allir svörtum leðurhönskum þegar Cardiff var til umræðu í gær.

Myndband úr þættinum má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×