Enski boltinn

Kidderminster Harriers komst áfram í enska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Kidderminster Harriers fagna sigrinum í kvöld.
Leikmenn Kidderminster Harriers fagna sigrinum í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty
Nokkrir leikir fóru fram í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld en þetta voru flestir endurteknir leikir þar sem umrædd lið gerðu jafntefli í fyrri leik sínum í byrjun mánaðarins.

Úrvalsdeildarliðið Fulham, b-deildarliðin Bournemouth, Sheffield Wednesday, Watford, Wigan og Birmingham City og C-deildarliðin Port Vale og Preston North End komust öll áfram í 32 liða úrslitin í kvöld.

Bikarævintýri kvöldsins var þó á London Road Stadium í Peterborough þar sem að utandeildarliðið Kidderminster Harriers sló út Peterborough United.  Kidderminster Harriers unnu leikinn 3-2 en þau höfðu áður gert 0-0 jafntefli á heimavelli Kidderminster Harriers.

Andy Thorn, knattspyrnustjóri Kidderminster Harriers, vann enska bikarinn með Wimbledon árið 1988. Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson, er aftur á móti knattspyrnustjóri Peterborough United. Kidderminster Harriers mætir úrvalsdeildarliði Sunderland á útivelli í 4. umferðinni.

Darren Bent, Ashkan Dejagah og Steve Sidwell tryggðu Fulham 3-0 heimasigur á Norwich í eina úrvalsdeildarslag kvöldsins. Fulham mætir Sheffield United í 4. umferðinni.

Bournemouth tryggði sér leik á móti Liverpool með 4-1 heimasigri á Burton Albion.

Bikarmeistarar Wigan eru komnir áfram eftir 3-1 útisigur á Milton Keynes Dons eftir framlengdan leik. Wigan mætir Crystal Palace í næstu umferð.

Úrslitin í ensku bikarkeppninni í kvöld:

Birmingham - Bristol Rovers 3-0

Bournemouth - Burton Albion    4-1

Charlton - Oxford United    2-2  (spila aftur, frestaður leikir)

Fulham - Norwich    3-0

Milton Keynes Dons - Wigan    1-3 (1-1, framlenging)

Peterborough United - Kidderminster Harriers    2-3

Plymouth Argyle - Port Vale    2-3

Preston North End - Ipswich    3-2

Sheffield Wednesday - Macclesfield Town    4-1

Watford - Bristol City    2-0

Stór stund fyrir leikmenn Kidderminster Harriers.Mynd/NordicPhotos/Getty
Joe Lolley skoraði sigurmarkið í leiknum.Mynd/NordicPhotos/Getty
Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson, er knattspyrnustjóri Peterborough United.Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×