Enski boltinn

Bryan Ruiz lánaður til PSV

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bryan Ruiz í leik með Fulham
Bryan Ruiz í leik með Fulham nordicphotos/getty
Hollenska knattspyrnufélagið PSV Eindhoven hefur fengið Bryan Ruiz á láni frá Fulham út tímabilið.

Fulham keypti Ruiz á tæplega 11 milljónir punda sumarið 2011 en leikmaðurinn hefur ekki nægilega náð sér á strik að undanförnu hjá klúbbnum.

Hann hefur leikið 68 leiki fyrir félagið og skorað í þeim átta mörk.

PSV er í sjöunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar og hefur gengi liðsins ollið töluverðum vonbrigðum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×