Enski boltinn

Carlton Cole framlengir við West Ham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carlton Cole í leik með West Ham United.
Carlton Cole í leik með West Ham United. nordicphotos/getty
Englendingurinn Carlton Cole hefur gert nýjan samning við West Ham United og verður næstu 18 mánuði hjá félaginu.

Cole hefur verið hjá West Ham síðan 2006 en hann skoraði fyrra mark West Ham í 2-0 sigri á Cardiff um helgina.

West Ham er í dag í 17. sæti deildarinnar með 18 stig og í mikilli fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×