Enski boltinn

Pulis að fara að bjóða 760 milljónir í Aron Einar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Sports Direct News hefur heimildir fyrir því að Tony Pulis, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hafi mikinn áhuga á því að fá til sín íslenska landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson.

Aron Einar Gunnarsson hefur ekki fengið alltof mörg tækifæri í liði Cardiff City að undanförnu og ekki leit framtíð hans betur út eftir að Ole Gunnar Solskjær keypti landa sinn Magnus Wolff Eikrem frá Heerenveen.

Tony Pulis er tilbúinn að bjóða fjórar milljónir punda í Aron Einar eða um 760 milljónir íslenskra króna.

„Aron Gunnarsson er einmitt svona Pulis-leikmaður," sagði umræddur heimildarmaður við fréttamann Sports Direct News og sá hinn sami bætti síðan við.

„Aron er vinnusamur og kraftmikill tæklari en ef eitthvað vantar upp á hjá honum þá er það helst það að hann takmarkaður þegar kemur að tækninni. Hann hleypur hins vegar mikið og er óhræddur við að senda langa bolta fram."

Crystal Palace og Cardiff City eru bæði í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni en lukkan hefur að snúast hjá Palace eftir að Tony Pulis tók við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×