Enski boltinn

Phillips til liðs við Leicester

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kevin Phillips.
Kevin Phillips. nordicphotos/getty
Kevin Phillips er gengin til liðs við Leicester City í ensku Championship-deildinni og mun leika með liðinu út tímabilið.

Þessi 40 ára framherji hefur leikið með níu liðum á Englandi og spilað yfir 650 leiki á ferlinum.

Phillips var síðast í liði Crystal Palace og tók þátt í að koma liðinu upp  í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Leicester City er á toppnum í ensku B-deildinni og verður liðið án efa í baráttu um að komast upp í úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×