Enski boltinn

Botnliðið vann Stoke | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Crystal Palace fagna í dag.
Leikmenn Crystal Palace fagna í dag. Vísir/Getty
Nýliðar Crystal Palace kom sér úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Stoke í dag en fimm leikjum er nú nýlokið í deildinni.

Jason Puncheon skoraði eina mark leiksins á 51. mínútu en hann bætti þar með að hafa klúðrað víti á eftirminnilegan hátt gegn Tottenham um síðustu helgi.

Marc Wilson fékk besta færi Stoke í leiknum en Julian Speroni varði þá skalla hans.

Tony Pulis, stjóri Crystal Palace, vann þar með sigur á sínu gamla liði en Stoke er nú í þrettánda sæti með 22 stig. Crystal Palace er í sextánda sæti með 20 stig.

Newcastle heldur enn í vonina um að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti en liðið vann 3-1 útisigur á West Ham sem er aftur komið í fallsæti.

Yohan Cabaye skoraði tvö mörk fyrir Newcastle og Loic Remy eitt. Mike Williamson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark en það reyndist eina mark West Ham í leiknum.

Norwich vann svo góðan sigur á Hull, 1-0, með marki Ryan Bennett á 87. mínútu. Bennett skoraði með skalla eftir hornspyrnu en sigurinn var kærkominn fyrir Norwich sem er nú í tólfta sæti með 23 stig. Tom Huddlestone, leikmaður Hull, fékk tvær áminningar í leiknum og þar með rautt.

Cardiff er í neðsta sæti deildarinnar eftir 4-1 tap fyrir Manchester City í dag og þá hafði Arsenal betur gegn Fulham, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×