Enski boltinn

Cazorla skoraði tvö og Arsenal hélt toppsætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Santi Cazorla var hetja Arsenal sem hélt efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigur á Fulham í Lundúnarslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fulham byrjaði þó ágætlega í leiknum og Steve Sidwell komst nálægt því að koma gestunum yfir á meðan staðan var enn markalaus.

Cazorla skoraði svo tvívegis á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik og gerði þar með út um leikinn. Varamaðurinn Darren Bent fékk tækifæri til að minnka muninn fyrir Fulham í uppbótartíma en brenndi af fyrir opnu marki.

Fulham er í sautjánda sæti deildarinnar með nítján stig en Arsenal er með 51 stig, einu meira en Manchester City sem vann einnig sinn leik í dag.

Þetta var fimmti sigur Arsenal í röð í deildinni en liðið hefur aðeins tapað fjórum stigum á heimavelli í allan vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×