Enski boltinn

City skoraði fjögur gegn Cardiff

Aguero skýtur að marki í dag.
Aguero skýtur að marki í dag. Vísir/Getty
Manchester City hélt áfram að raða inn mörkunum í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði í dag betur gegn nýliðum Cardiff City á heimavelli, 4-2.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff og lagði upp fyrra mark sinna manna. Hann var tekinn af velli fyrir hinn norska Magnus Wolff Eikrem á 78. mínútu.

Edin Dzeko skoraði fyrsta mark leiksins af stuttu færi á fjórtándu mínútu áður en Craig Noone jafnaði metin eftir sendingu Arons.

City endurheimti forystuna í leiknum aðeins fjórum mínútum síðar og þeir Yaya Toure og Jesus Navas bættu við mörkum í síðari hálfleik.

Frazier Campbell minnkaði muninn fyrir Cardiff í blálok leiksins en sigur City-manna var öruggur. Liðið hefur nú skorað 103 mörk í öllum keppnum í vetur en engu liði hefur áður tekist að gera það á jafn skömmum tíma síðan úrvalsdeildin var stofnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×