Enski boltinn

Ryan Bertrand á lán til Aston Villa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ryan Bertrand til Aston Villa.
Ryan Bertrand til Aston Villa. mynd/avfc.co.uk
Bakvörðurinn Ryan Bertrand er farinn á lán til Aston Villa frá Chelsea og verður hann hjá Villa út tímabilið.

Þessi 24 ára Englendingur hefur verið á mála hjá Chelsea frá árinu 2006 og leiki 56 leiki fyrir félagið.

Bertrand lék til að mynda með Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2012 þegar liðið var Evrópumeistari.

Hann lék þá í bakvarðarstöðunni en Chelsea var á þeim tíma í töluverðum meiðslavandræðum sem og nokkrir leikmenn voru í leikbanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×