Enski boltinn

De Bruyne að verða leikmaður Wolfsburg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kevin De Bruyne í leik með Chelsea.
Kevin De Bruyne í leik með Chelsea. nordicphotos/getty
Kevin De Bruyne, leikmaður Chelsea, hefur gengist undir læknisskoðun hjá þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg og mun líklega skrifa undir samning við félagið á sunnudaginn.

Þessi belgíski landsliðsmaður hefur ekki náð sér á strik með Chelsea á tímabilinu og hefur verið orðaður við endurkomu til Þýskalands á undanförnum vikum en hann lék áður með Werder Bremen.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur nú þegar staðfest að De Bruyne mun yfirgefa félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×