Eto'o með þrennu í öruggum sigri Chelsea 19. janúar 2014 15:30 Samuel Eto'o, framherji Chelsea varð í dag aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu gegn Manchester United í 3-1 sigri á Stamford Bridge í dag. Samuel Eto'o náði forskotinu fyrir Chelsea um miðbik fyrri hálfleiks þegar skot hans fór af Michael Carrick og í bláhornið framhjá David De Gea. Eto'o var var aftur á ferðinni rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar varnarlína Manchester United var sofandi á verðinum. Gary Cahill fékk þá sendingu inn fyrir vörn rauðu djöflanna og renndi boltanum fyrir Eto'o sem átti ekki í vandræðum að skora einn gegn De Gea. Eto'o gerði út um leikinn með þriðja marki sínu og þriðja marki Chelsea í upphafi seinni hálfleiks. Slök dekkning í teignum gaf Gary Cahill gott skallafæri í vítateig Manchester United, þrátt fyrir að De Gea hafi náð að verja boltann var Eto'o fyrstur að frákastinu og potaði boltanum í autt netið. Javier Hernandez klóraði í bakkann fyrir gestina þegar korter var til leiksloka þegar hann stýrði skoti Phil Jones í netið. Þetta var aðeins annað mark Hernandez á tímabilinu en síðasta mark hans kom gegn Stoke fyrir tæplega þremur mánuðum. Nemanja Vidic kórónaði lélegan leik sinn með því að næla sér í beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir ljóta tæklingu á Eden Hazard. Litur spjaldsins var umdeilanlegur en Vidic gerði litla tilraun til að ná boltanum í brotinu og var um pirringsbrot að ræða. Eto'o varð í dag fjórði leikmaðurinn sem skoraði þrennu gegn Manchester United síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 á eftir David Bentley, Dirk Kuyt og Romelu Lukaku.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Samuel Eto'o, framherji Chelsea varð í dag aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu gegn Manchester United í 3-1 sigri á Stamford Bridge í dag. Samuel Eto'o náði forskotinu fyrir Chelsea um miðbik fyrri hálfleiks þegar skot hans fór af Michael Carrick og í bláhornið framhjá David De Gea. Eto'o var var aftur á ferðinni rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar varnarlína Manchester United var sofandi á verðinum. Gary Cahill fékk þá sendingu inn fyrir vörn rauðu djöflanna og renndi boltanum fyrir Eto'o sem átti ekki í vandræðum að skora einn gegn De Gea. Eto'o gerði út um leikinn með þriðja marki sínu og þriðja marki Chelsea í upphafi seinni hálfleiks. Slök dekkning í teignum gaf Gary Cahill gott skallafæri í vítateig Manchester United, þrátt fyrir að De Gea hafi náð að verja boltann var Eto'o fyrstur að frákastinu og potaði boltanum í autt netið. Javier Hernandez klóraði í bakkann fyrir gestina þegar korter var til leiksloka þegar hann stýrði skoti Phil Jones í netið. Þetta var aðeins annað mark Hernandez á tímabilinu en síðasta mark hans kom gegn Stoke fyrir tæplega þremur mánuðum. Nemanja Vidic kórónaði lélegan leik sinn með því að næla sér í beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir ljóta tæklingu á Eden Hazard. Litur spjaldsins var umdeilanlegur en Vidic gerði litla tilraun til að ná boltanum í brotinu og var um pirringsbrot að ræða. Eto'o varð í dag fjórði leikmaðurinn sem skoraði þrennu gegn Manchester United síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 á eftir David Bentley, Dirk Kuyt og Romelu Lukaku.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira