Enski boltinn

Moyes: Mourinho hefur rangt fyrir sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes og Jose Mourinho.
David Moyes og Jose Mourinho. Vísir/Getty
David Moyes, stjóri Manchester United, segir ekkert mark takandi á spádómi Jose Mourinho um framtíð Wayne Rooney hjá Manchester United.

Rooney hefur lengi verið orðaður við Chelsea en Mourinho reyndi að kaupa kappann frá United í sumar, án árangurs.

Mourinho sagði í gær útilokað að félagið muni reyna aftur að kaupa Rooney. „United gerði okkur ljóst að félagið muni aldrei selja eða skipast á leikmönnum við beinan samkeppnisaðila,“ sagði Mourinho.

„Kannski mun United reyna að selja Rooney í sumar til óbeins samkeppnisaðila,“ sagði Mourinho enn fremur en því var Moyes ósammála.

„Félagið reynir að gera það sem er rétt hverju sinni. Við munum gera það sem þarf að gera,“ sagði Moyes og gagnrýndi Mourinho fyrir ummælin.

„Hver hefur sinn stíl en ég hefði aldrei tjáð mig um aðra knattspyrnustjóra eða leikmenn annarra félaga,“ sagði Moyes.

Chelea og Manchester United eigast við í ensku úrvalsdeildinni á morgun en leikurinn hefst klukkan 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×