Enski boltinn

Moyes óánægður með varnarleikinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jose Mourinho og David Moyes
Jose Mourinho og David Moyes Mynd/Gettyimages
David Moyes var óánægður í viðtölum eftir 3-1 tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þrenna frá Samuel Eto'o kláraði leikinn fyrir Chelsea eftir fimmtíu mínútna leik.

„Við áttum ekki skilið að vera 2-0 undir í hálfleik, við vorum óheppnir í fyrsta markinu þeirra en við getum engum öðrum kennt um en okkur sjálfum fyrir hinum mörkunum. Við einfaldlega vörðumst ekki nægilega vel og gáfum þeim of mörg færi,“

Manchester United hafði undirtökin í upphafi leiks en varnarmistök kostuðu liðið í lok dagsins.

„Við spiluðum vel lengst af en náðum ekki að nýta okkur það, við gátum ekki klárað færin okkar og gáfum þeim of mörg færi.  Við stóðum okkur vel á öllum öðrum sviðum en klikkuðum á mikilvægustu svæðunum,“

Manchester United er núna fjórtán stigum á eftir toppliði Arsenal og verður afar erfitt fyrir rauðu djöflana að verja enska titilinn.

„Við verðum að halda áfram, við gerðum marga hluti vel í dag og núna verðum við að halda áfram bæði sem einstaklingar og klúbbur,“

Moyes var ósáttur með rautt spjald sem Nemanja Vidic fékk á lokametrunum.

„Að mínu mati var þetta ekki rautt spjald, gult spjald hefði verið réttur dómur,“ sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×