Enski boltinn

Moyes hefur aldrei unnið á erfiðustu útivöllunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, við hlið aðstoðarmanna sinna Phil Neville og Ryan Giggs.
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, við hlið aðstoðarmanna sinna Phil Neville og Ryan Giggs. Vísir/NordicPhotos/Getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, horfði upp á sína menn tapa 3-1 á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðin mættust á Stamford Bridge í London.

Úrslitin í dag þýða að Moyes hefur nú stýrt liðum í 47 útileikjum á móti Chelsea, Arsenal, Liverpool og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni án þess að ná því að fagna sigri. 29 af þessum leikjum hafa tapast hjá liðum Moyes.

Manchester United hefur ennfremur aðeins náð í samtals fimm stig í leikjum sínum í vetur á móti þeim liðum sem eru í átta efstu sætunum í deildinni í dag. Markatalan er 8-14 þeim í óhag.  

Manchester United hefur nú tapað sjö deildarleikjum í vetur og United-menn hafa aðeins tvisvar tapað fleirum á einu tímabil í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. United tapaði níu leikjum 2001-02 og 2003-04.

David Moyes.Mynd/AFP
Deildarleikir liða David Moyes á móti Chelsea, Arsenal, Liverpool eða Man Utd

Með Manchester United 2013-14 - 0 stig

Liverpool 0-1 tap

Chelsea 1-2 tap



Með Everton 2012-13 - 2 stig

Chelsea 1-2 tap

Liverpool 0-0 jafntefli

Arsenal 0-0 jafntefli

Manchester United 0-2 tap



Með Everton 2011-12  - 1 stig

Manchester United 4-4 jafntefli

Liverpool 0-3 tap

Arsenal 0-1 tap

Chelsea 1-3 tap



Með Everton 2010-11  - 2 stig

Manchester United 0-1 tap

Arsenal 1-2 tap

Liverpool 2-2 jafntefli

Chelsea 1-1 jafntefli



Með Everton 2009-10  - 2 stig

Liverpool 0-1 tap

Arsenal 2-2 jafntefli

Chelsea 3-3 jafntefli

Manchester United 0-3 tap



Með Everton 2008-09  - 2 stig

Chelsea 0-0 jafntefli

Manchester United 0-1 tap

Liverpool 1-1 jafntefli

Arsenal 1-3 tap



Með Everton 2007-08  - 1 stig

Arsenal 0-1 tap

Liverpool 0-1 tap

Manchester United 1-2 tap

Chelsea 1-1 jafntefli



Með Everton 2006-07  - 3 stig

Chelsea 1-1 jafntefli

Liverpool 0-0 jafntefli

Manchester United 0-3 tap

Arsenal 1-1 jafntefli



Með Everton 2005-06  - 1 stig

Chelsea 0-3 tap

Liverpool 1-3 tap

Manchester United 1-1 jafntefli

Arsenal 0-2 tap



Með Everton 2004-05  - 1 stig

Arsenal 0-7 tap

Liverpool 1-2 tap

Chelsea 0-1 tap

Manchester United 0-0 jafntefli



Með Everton 2003-04  - 2 stig

Chelsea 0-0 jafntefli

Liverpool 0-0 jafntefli

Manchester United 2-3 tap

Arsenal 1-2 tap



Með Everton 2002-03  - 1 stig

Chelsea 1-4 tap

Arsenal 1-2 tap

Liverpool 0-0 jafntefli

Manchester United 0-3 tap



Með Everton 2001-02  - 0 stig

Chelsea 0-3 tap




Fleiri fréttir

Sjá meira


×