Enski boltinn

Mourinho langt á undan Sir Alex og Wenger í hundrað sigra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen tryggir hér Mourinho hans fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni þann 15. ágúst 2004.
Eiður Smári Guðjohnsen tryggir hér Mourinho hans fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni þann 15. ágúst 2004. Vísir/NordicPhotos/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, fagnaði í dag sínum hundraðasta sigri í ensku úrvalsdeildinni þegar hann stýrði Chelsea-liðinu til 3-1 sigurs á Manchester United á Stamford Bridge.

Mourinho var þar með langfljótastur til að ná hundraðasta sigrinum en þetta var aðeins 142. leikur hans sem stjóri í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho var 20 leikjum á undan Sir Alex Ferguson og 37 leikjum á undan Arsene Wenger.

Svo skemmtilega vill til að bæði fyrsti og hundraðasti sigurinn kom á móti Manchester United á Stamford Bridge. Það var einmitt Eiður Smári Guðjohnsen sem tryggði Mourinho hans fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni þann 15. ágúst 2004.

Fæstir leikir stjóra til að ná 100 sigurleikjum  í ensku úrvalsdeildinni:

Jose Mourinho 142

Sir Alex Ferguson 162

Arsene Wenger 179

Rafael Benitez 181

Kenny Daglish 197

Gerard Houllier 200

Kevin Keegan 209

David O´Leary 212

David Moyes 248

Flestir sigurleikir stjóra í ensku úrvalsdeildinni:

Sir Alex Ferguson 528

Arsene Wenger 383

Harry Redknapp 231

David Moyes 184

Rafael Benitez 141

Martin O´Neill 130

Sam Allardyce 129

Gerard Houllier 122

Kevin Keegan 115

Kenny Daglish 115

David O´Leary 112

Alan Curbishley 108

Mark Hughes 102

George Graham 101

Jose Mourinho 100

Jose Mourinho.Vísir/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×