Enski boltinn

Mourinho telur að Manchester United eigi ekki möguleika á titlinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jose Mourinho
Jose Mourinho Mynd/Gettyimages
Jose Mourinho telur að 3-1 sigur Chelsea gegn Manchester United í dag hafi gert útslagið í titilibaráttuvon Manchester United.

„Þótt þeir séu alltaf líklegir þá held ég að þetta hafi verið síðasta stráið, þetta er tölfræðilega hægt en nánast ómögulegt,“

Eftir leiki dagsins er Manchester United fjórtán stigum eftir Arsenal, þrettán stigum á eftir nágrönnunum í Manchester City og tólf stigum á eftir Chelsea.

„Að eitt lið klikki er líklegt en það er ekki að fara að gerast fyrir öll þrjú. Núna hlýtur markmiðið þeirra að vera að ná Meistaradeildar sæti og þeir eiga góðan möguleika á því,“

„Sigurinn aðskilur toppliðin þrjú frá Liverpool og Manchester United, gefur okkur smá rými til að anda. Vonandi geta þau tekið stig af keppinautum okkar,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×