Enski boltinn

Chelsea keypti táning frá Búrkína Fasó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Chelsea hefur gengið frá fyrstu félagaskiptum sínum þetta árið en hinn átján ára Bertrand Traore hefur gert fjögurra ára samning við liðið.

Traore kemur frá ASF Bobo-Dioulasso í heimalandinu en félagaskiptin eiga sér langan aðdraganda. Hann var fyrst orðaður við félagið árið 2010, þá aðeins fimmtán ára gamall, en hann æfði með liðinu í sumar og spilaði nokkra æfingaleiki þá.

„Það var frábær reynsla að æfa og spila með þessum leikmönnum. Ég lærði mikið af þeim. Þetta var sannkallaður draumur fyrir mig,“ sagði hann um dvöl sína hjá Chelsea í sumar.

Hann á ellefu A-landsleiki að baki með Búrkína Fasó og hefur spilað með liðinu frá fimmtán ára aldri.

Eldri bróðir hans, Alain, leikur með Lorient í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×