Enski boltinn

Solskjær mættur á völlinn með Tan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tan og Solskjær á vellinum í dag.
Tan og Solskjær á vellinum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Nánast öruggt er að Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær verði næsti knattspyrnustjóri Cardiff en hann mætti á völlinn með eigandanum Vincent Tan í dag.

Tan sendi einkaflugvél sína til Noregs í morgun til að sækja Solskjær en viðræður hafa staðið yfir síðustu daga.

„Ég vil ekkert segja sem stendur. Ég vil bara njóta þessa að horfa á þennan leik,“ sagði hann við enska fjölmiðla við komuna á Emirates-leikvanginn í dag, þar sem að Arsenal tekur á móti Cardiff.

Malky Mackay var rekinn frá Cardiff á föstudaginn og þótti Solskjær strax þá líklegastur til að verða eftirmaður hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×