Enski boltinn

Lampard og Ivanovic frá næstu vikurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lampard í leiknum gegn Liverpool.
Lampard í leiknum gegn Liverpool. Nordic Photos / Getty
Ljóst er að þeir Frank Lampard og Branislav Ivanovic munu lítið spila með Chelsea þennan mánuðinn vegna meiðsla.

Chelsea vann Southampton í gær, 3-0, en báðir meiddust þeir í 2-1 sigrinum á Liverpool á laugardaginn. Ivanovic meiddist á hné en Lampard hlaut meiðsli í vöðva.

Í fyrstu taldi Jose Mourinho, stjóri Chelsea, að Ivanovic yrði ekki svo lengi frá en hann staðfesti eftir leikinn í gær að hvorugur myndi spila fyrr en í lok mánaðarins, í fyrsta lagi.

Lampard hefur skorað fjögur mörk í átján deildaleikjum til þessa og Ivanovic hefur spilað 26 leiki í öllum keppnum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×