Enski boltinn

Í sérflokki í spjöldum fyrir leikaraskap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adnan Januzaj ógnar toppsæti Bale með sama áframhaldi.
Adnan Januzaj ógnar toppsæti Bale með sama áframhaldi. Mynd/NordicPhotos/Getty
Leikaraskapur knattspyrnumanna er oft milli tannanna á áhugafólki um enska boltann og BBC fékk Opta-tölfræðiþjónustuna til þess að taka saman tölur yfir leikaraskap leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar frá því í águst 2008.

Gareth Bale er með yfirburðarforystu á þessum lista og meintir leikarar eins og þeir Ashley Young og Luis Suarez eru langt frá því að ná honum þótt að þeir fengju að leggja sín spjöld saman. Young og Suarez hafa "aðeins" fengið tvö gul spjöld hvor fyrir leikaraskap.

Gareth Bale fékk alls sjö gul spjöld fyrir leikaraskap áður en Tottenham seldi hann til spænska liðsins Real Madrid. Hann hefur enn fjögurra spjalda forskot á þá Fernando Torres og Adnan Januzaj þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á þessu tímabili.

Adnan Januzaj er reyndar líklegur kandídat því þessi ungi Belgi hefur fengið þessi þrjú gulu spjöld fyrir leikaraskap í aðeins þrettán úrvalsdeildarleikjum með Manchester United.

Gareth Bale hjálpar jafnframt Tottenham að vera efst á listanum yfir flest leikaraspjöld félaga en Tottenham er einu gulu spjaldi á undan Chelsea.

Gareth Bale fær hér eitt af sjö gulum spjöldum sínum fyrir leikaraskap.Mynd/NordicPhotos/Getty


Flest gul spjöld leikmanna fyrir leikaraskap frá ágúst 2008:


Gareth Bale - 7

Fernando Torres - 3

Adnan Januzaj - 3

Liam Lawrence - 2

David Bentley - 2

Ashley Young - 2

Luis Suarez - 2

Daniel Sturridge - 2

Javier Hernandez - 2

Oscar - 2

Andy Carroll - 2

Emmanuel Eboue - 2

Flest gul spjöld liða fyrir leikaraskap frá ágúst 2008:

Tottenham - 13

Chelsea - 12

Manchester United - 12

Arsenal - 8

Liverpool - 8

Fernando Torres fær hér gult spjald fyrir leikaraskap.Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×