Gylfi ekki með þegar Arsenal sló Tottenham út úr bikarkeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2014 16:45 Santi Cazorla fagnar hér marki sínu. Mynd/AFP Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki í ensku bikarkeppninni á þessu tímabili þar sem að Tottenham er úr leik í keppninni eftir 2-0 tap á móti erkifjendunum í Arsenal í stórleik þriðju umferðar enska bikarsins. Santi Cazorla og Tomáš Rosický skoruðu mörk Arsenal í leiknum en Tottenham-menn áttu erfitt uppdráttar á Emirates-leikvanginum í kvöld og sigur Arsenal var öruggur. Gylfi Þór Sigurðsson missti af þriðja leiknum í röð vegna meiðsla og hefur ekki enn náð því að spila leik eftir að hann var kosinn Íþróttamaður ársins. Santi Cazorla skoraði fyrra markið á 31. mínútu eftir frábæran undirbúning Serge Gnabry. Gnabry fékk þá að athafna sig fyrir framan vítateiginn og losaði um Spánverjann sem afgreiddi boltann í markið. Tomáš Rosický bætti við öðru marki á 62. mínútu eftir skelfileg mistök hjá Danny Rose í öftustu línu Tottenham-varnarinnar. Tomas Rosický stal af honum boltanum, slapp í gegn og vippaði boltanum síðan laglega yfir Hugo Lloris í markinu. Arsenal er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og nú komið í 32 liða úrslit enska bikarsins. Liðið er einnig í eldlínunni í Meistaradeildinni og það verður því nóg að gera hjá lærisveinum Arsene Wenger á næstunni. Tim Sherwood er ekki búinn að stýra Tottenham-liðinu lengi en á þeim tíma hefur liðið dottið út úr báðum bikarkeppnunum því liðið tapaði fyrir West Ham í deildabikarnum í hans fyrsta leik. Tottenham hefur aftur á móti náð í 10 af 12 mögulegum stigum undir hans stjórn í ensku úrvalsdeildinni.Santi Cazorla skorar hér markið sitt.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyTomáš Rosický skorar hér markið sitt.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki í ensku bikarkeppninni á þessu tímabili þar sem að Tottenham er úr leik í keppninni eftir 2-0 tap á móti erkifjendunum í Arsenal í stórleik þriðju umferðar enska bikarsins. Santi Cazorla og Tomáš Rosický skoruðu mörk Arsenal í leiknum en Tottenham-menn áttu erfitt uppdráttar á Emirates-leikvanginum í kvöld og sigur Arsenal var öruggur. Gylfi Þór Sigurðsson missti af þriðja leiknum í röð vegna meiðsla og hefur ekki enn náð því að spila leik eftir að hann var kosinn Íþróttamaður ársins. Santi Cazorla skoraði fyrra markið á 31. mínútu eftir frábæran undirbúning Serge Gnabry. Gnabry fékk þá að athafna sig fyrir framan vítateiginn og losaði um Spánverjann sem afgreiddi boltann í markið. Tomáš Rosický bætti við öðru marki á 62. mínútu eftir skelfileg mistök hjá Danny Rose í öftustu línu Tottenham-varnarinnar. Tomas Rosický stal af honum boltanum, slapp í gegn og vippaði boltanum síðan laglega yfir Hugo Lloris í markinu. Arsenal er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og nú komið í 32 liða úrslit enska bikarsins. Liðið er einnig í eldlínunni í Meistaradeildinni og það verður því nóg að gera hjá lærisveinum Arsene Wenger á næstunni. Tim Sherwood er ekki búinn að stýra Tottenham-liðinu lengi en á þeim tíma hefur liðið dottið út úr báðum bikarkeppnunum því liðið tapaði fyrir West Ham í deildabikarnum í hans fyrsta leik. Tottenham hefur aftur á móti náð í 10 af 12 mögulegum stigum undir hans stjórn í ensku úrvalsdeildinni.Santi Cazorla skorar hér markið sitt.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyTomáš Rosický skorar hér markið sitt.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty
Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira