Enski boltinn

Obi Mikel skoraði með fyrirliðabandið

Mynd/NordicPhotos/Getty
John Obi Mikel sem fékk fyrirliðabandið í seinni hálfleik skoraði í sínum þrjú hundruðasta leik fyrir Chelsea í 2-0 sigri gegn Derby í ensku bikarkeppninni í dag. Með sigrinum tryggði Chelsea sæti sitt í fjórðu umferð bikarkeppninnar þar sem þeir mæta Stoke á heimavelli.

Þrátt fyrir að hafa haft undirtökin í leiknum gekk Chelsea illa að skapa sér góð færi á iPro Stadium í Derby. Það var ekki fyrr en eftir klukkutíma leik sem fyrsta mark leiksins kom, þá skallaði John Obi Mikel aukaspyrnu Willian í netið af stuttu færi. Oscar gerði síðan út um leikinn aðeins fimm mínútum síðar með föstu skoti úr miðjum vítateignum.

Þá tryggði Sunderland sæti sitt í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar með öruggum 3-1 sigri á Carlisle á heimavelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×