Enski boltinn

Campbell skoraði líka sigurmarkið í heiðursleik Solskjær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fraizer Campbell.
Fraizer Campbell. Mynd/NordicPhotos/Getty
Fraizer Campbell var hetja í anda Ole Gunnar Solskjær í gær þegar hann tryggði Cardiff 2-1 bikarsigur á Newcastle eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Fraizer Campbell skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok og menn voru fljótir að rifja það upp að hann skoraði einnig sigurmarkið í síðasta fótboltaleik Ole Gunnar Solskjær á Englandi.

Fraizer Campbell skoraði þá eina markið í heiðursleik Solskjær sem fór fram á Old Trafford ári eftir að Norðmaðurinn lagði skóna á hilluna. 68 þúsund mættu þá til að hylla norska framherjann og þakka honum fyrir ellefu ára þjónustu í búningi Manchester United.

Þegar Fraizer Campbell skoraði markið í heiðursleiknum þá átti hann möguleika á því að gefa á Solskjær sem var dauðafrír. Solskjær var spurður um það á blaðamannafundinum í gær hvort að hann myndi einhvern tímann fyrirgefa það. "Nei, aldrei og það veit hann best sjálfur," svaraði Ole Gunnar Solskjær hlæjandi.

Ole Gunnar Solskjær skoraði 28 mörk fyrir Manchester United eftir að hafa komið inná sem varamaður en hann lék með félaginu frá 1996 til 2007.

„Ég er ánægður með að fá að vinna með Fraizer. Ég spilaði með honum í varaliði Manchester United og þekki hann mjög vel," sagði Ole Gunnar Solskjær.

Ole Gunnar Solskjær.Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×