Enski boltinn

Aron á óskalista Mark Hughes

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson Mynd/Gettyimages
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke City, er á höttunum eftir Aroni Jóhannessyni, framherja AZ Alkmaar og bandaríska landsliðsins samkvæmt Sunday People.

Aron hefur byrjað tímabilið vel í Hollandi og hefur skorað ellefu mörk í átján leikjum á tímabilinu. Talið er að Stoke þurfi að greiða 5 milljónir sterlingspunda fyrir Aron.

Peter Crouch, framherji Stoke hefur verið orðaður við Crystal Palace þar sem Tony Pulis, fyrrverandi stjóri Stoke er við stjórn. Samkvæmt Sunday People telur Hughes hraða Arons gera hann að spennandi kost sem býður upp á meiri möguleika í sóknarleiknum en Crouch.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×